Já ég veit ekki hvar ég á að byrja,
mér líður illa, margar ástæður.. ég og fyrrverandi besta vinkona mín erum ekki bestu vinkonur lengur, bara ‘góðar’ og hún er komin með aðra bestu vinkonu og svo ég segi það, þetta er ekkert svona ‘þessi fór í fýlu og þess vegna er þessi besta vinkona mín núna’ .. við bara fjarlægðumst og eigum heima frekar langt í burtu frá hvor annarri svo að þetta var kannski ekki skrítið. Venjulega sögðum við hvor annarri allt ! og ég veit ekki hvað oft hún hefur huggað mig .. og ég vonandi hana ? Ég veit ekki, en síðustu vikur hafa verið alveg hreint helvíti. Frá því í lok október sirka, mamma og pabbi, ég er hrædd um að þau séu að leyna hvort öðru einhverju, þau eru alltaf pirruð = ég verð mjög pirruð. Fyrir ári síðan flutti ég í annað hverfi en er samt áfram í sama skóla. Eftir skóla geri ég ekki neitt, bara heng í tölvunni, læri og eitthvað. Fer aldrei á opið hús eða böll eða neitt svoleiðis. Mér finnst líka langbest að vera ein þó að það sé ekki það besta fyrir mig þar sem ég verð mjög niðurdregin af því -.- ég er ekkert mikið fyrir að vera með fólki, öðru en vinum. Ég er rosalega feimin og segi nánast aldrei neitt (nema með vinum) og veit aldrei hvernig ég á að vera ;s ég haaaaata að vera með fjölskyldunni minni, ég er ekki þessi týpa sem elskar að vera með fjölskyldunni og elskar jólin og svona. Allar vinkonur mínar eru alltaf að tala um, bara vá ég hlakka svo til jólanna það verður æði!, en hjá mér, mamma hatar jólin, pabbi líka ? og það er engin jólastemming, við höfum klúðrað öllum jólahefðum sem við höfðum áður fyrr með margskonar ættingjavandamálum..
Við í alvöru, kunnum ekki að vera saman, vitum ekkert um hvað við eigum að tala, annað en að rífast og pirrast á hverju öðru. Núna síðustu dagar hafa ekki verið neitt annað en pain. Ég byrjaði óvart að skera mig . mér leið svoo illa og núna er ég einhvern veginn næstum hálf háð því, eða svona eins og einhverjir hafa fundið fyrir ? ég elska sársaukann sem því fylgir . Ég veit ekkert við hvern ég get talað (þó ég eigi fullt af góðum vinkonum, en enga svona eina bestu) og þar að auki ef ég hefði einhvern til að tala við þetta um þá gæti ég ábyggilega ekki sagt þetta. Ég hugsa stundum, að það væri gott ef ég væri með einhvern ólæknandi sjúkdóm, þá hefði ég ‘ástæðu’ til að deyja, ég hef minnstu löngun til að lifa -.- Æ mér vantar bara aðstoð, ekki koma með einhver fáránleg skítakomment, ekki það sem ég þarf núna.
your bridges were burned, and now it's your turn