Fyrst allir eru að kvarta undan foreldrum sínum langar mig að vera rebel og segja frá því hvað mamma mín er yndisleg.

Ég er búin að eiga smá svona erfiðan tíma síðustu 2-3 ár.
Mamma mín hefur alltaf staðið með mér og reynt allt sem hún getur til þess að hjálpa mér.
Hún veit alveg hvernig hún á að bregðast við í öllum tilvikum, þegar ég er sár, þegar ég er reið, þegar ég er leið eða þegar ég geri eitthvað rangt.

Ég sagði henni fyrir stuttu að ég reykti, og sagði líka að ég væri að fara hætta (ég ætla að hætta, sagði það ekkert bara við hana).
Hún varð auðvitað mjög vonsvikin með það að ég reykti þar sem ég var búin að neita þessu mjög lengi og hún er reykingaráðgjafi og hefur oft sagt við mig að hún vilji ekki að ég geri þetta.
Hún vildi samt ekki gera mikið mál úr þessu og allt varð eðlilegt aftur.

Svo núna um helgina kom kærastinn minn til mín, og ég var búin að segja mömmu að mig langaði að hann smakkaði kjötsúpu með pasta (sem btw er eitt af uppáhalds matnum mínum) en hún gleymdi því og gerði í staðinn hinn uppáhalds matinn minn (kjúklingasalat) og ég varð náttúrulega ótrúlega sátt við það.
Seinna um kvöldið fór hún út, baaara til þess að kaupa kók handa mér og kærastanum, án þess að ég bæði hana um það.
Daginn eftir eldaði hún kjötsúpu með pasta.

Allavega, þá elska ég mömmu mína (: