ég tók þetta af stelpu á www.doktor.is og mér fannst þetta svo áhugavert. Svo ég spurði hvort ég mætti setja þetta hérna, því hún sagðist ekki vera með notendanafn á huga.
En jæja, hérna kemur það.

——————————

Ég er fimmtán ára unglingsstelpa frá litlum stað út á landi.

Í skólanum mínum er svokallað punktakerfi. Það byrjaði þegar ég var í áttunda bekk, og núna er ég í tíunda. Þegar ég var í áttunda og níunda þá stundaði ég ekki námið vel, fékk mikið af punktum og lét bara eins og fífl. En það þýðir ekki að maður getur ekki þroskast upp úr svona fíflalátum og í tíunda bekk ákvað ég að taka mig á. Þá breyttist punktakerfið þar að auki.
- Punktur fyrir seint.
- Punktur fyrir óunna heimavinnu.
- Punktur fyrir truflun í tíma.
- Tveir punktar fyrir brot á reglum.
Það er bannað að hafa Ipod, Síma, Tyggjó ofl. Láta reka sig úr mötuneyti/tíma. Fara út af skólalóð.

Maður getur losnað við punkta ef maður punktalaus í viku. Þá losnar maður við einn.

Þannig er mál með vexti að það eru þrjár annir í skólanum. Eftir hverja önn fáum við svokallaða umbunarferð sem táknar að við fáum óvæntan glaðning, ef maður er með 2 – 0 punkta.

En þannig var málið að ég var að fara á skólaball og gat ekki séð mér það fært að klára heimavinnunna, og fékk einn punkt. Það er sannarlega sanngjarnt, skil það vel. En svo fórum við í morgunmat úti í mötuneyti.
Þá missti einn strákurinn disk og ég fór að klappa, og eftir fylgdi unglingadeildin.
Ég veit að þetta var ekki sniðugt hjá mér, en þetta var óvenjulega hugsunarlaust og saklaust, en ég var rekin út. Fyrir það fékk ég tvo punkta og fyrir það missti ég af umbunarferðinni.
Ég hafði staðið mig vel allan veturinn, en allt ónýtt útaf þessu. Ég hefði verið sammála ef hún hefði einungis skammað mig, en það var ekki svoleiðis, hennar vegna, eyðilagðist allt sem ég hef unnið fyrir allann veturinn.

Ég vil ekki hljóma eins og bitur unglingur sem halda að allir séu á móti sér. En ég er ekki sú eina sem hefur tekið eftir því að ég þarf að hegða mér extra vel, vera extra hljóðlát og lúta höfði extra mikið til að láta ekki taka jafn mikið eftir mér til að fá ekki fleiri punkta.
Það getur tengst því að einu sinni ég hegðaði ég mér ekki vel. En þar liggur einmitt málið,
hefur hún rétt á því að erfa það við mig ?

Og fullorðnu fólki getur líkað illa við annað fólk. Rétt eins og unglingar og börn, við erum mennsk.
Er það ekki mögulegt ómeðvitað að taka strangara á einu barni vegna fortíð þess eða bara einfaldlega persónuleika ?

Ég veit að flestir láta það ekki bitna á starfi. Og auðvitað á maður ekki að gera það, en ég skil líka að það sé erfitt í starfi kennara/skólaliða þar sem manneskjan er svo flókin og stundum getur maður tekið ákvarðanir ómeðviðað eða ósjálfrátt.

Mig langar að benda á það að móðir mín og faðir urðu brjáluð. Þau sáu hvað ég var búin að leggja mig fram við að bæta mig og tóku fullkomlega í minn rétt. Þau hringdu í aðstoðarskólastjóra og skólastjóra en þau sögðu öll það sama: Við getum ekki tekið punkta burt.

En málið er að þau geta það vel. Þá spurði pabbi minn afhverju hinir krakkarnir sem tóku undir klappinu höfðu ekki fengið punkt. Þá sagði aðstoðarskólastjóri að ég hafi átt frumkvæðið. Þá spurði pabbi:

Ef nokkrir krakkar læðast út af skólalóðinni, fær þá bara fyrsti krakkinn punkt ?

Aðstoðarskólastjóri svaraði að þessi líking væri ekkert eins og þetta sem gerðist í mötuneytinu.
Svo ég spyr ykkur:

En finnst ykkur vera eitthver munur?
Og hver þá?


Mér finnst punktakerfið hafa rétt á sér. Þetta er þegar komið í öllum skólum.
En kennarar þurfa þá að samræma sig, ekki satt?
Endilega komið með skoðun ykkar og spurningar.