Já, málin standa svona.

Ég samþykkti mynd á /humor sem braut á persónurétt aðila, án þess að vita af því og fékk þar af leiðandi bæði hótanir og nóg af meinyrðum. Ég brást vitlaust við og reif kjaft á móti og sem stjórnandi er það auðvitað rangt.

Gerð var uppreisn á áhugamálinu og sumir voru með mér, aðrir á móti mér.
Tók ég þá að mér andsætt dæmi Davíðar Oddsonar og vék frá stjórnandastörfum til þess að svara fyrir mig.

Núna spyr ég. Hvað viljiði meira? Af hverju halda sumir einstaklingar áfram með kjaft og rifrildi á stöðum sem koma ekkert málinu við?

Annað sem mér liggur á hjarta er að fólk heldur að ég sé að setja mig á einhvern stall ‘'sendandi af mér myndir berum að ofan’'. Ég veit ekki betur en að það sé hálfgert trend á /heilsa að kjarnanotendur þar inni fái að sjá árangur hina og þessa. Hinsvegar eru margir sem koma þar inn og rífa kjaft og lítilsvirða þá sem stoltir sýna fram á árangur á þeirra áhugasviði og ekki hef ég hugmynd af hverju.

Þetta er áhugamál eins og allt annað, árángur mælist í líkamsbyggingu og þegar fólk á /blizzard sendir myndir af sínum árangri, senda þeir myndir af sínum karaktörum í leikinum. Þetta er sama dæmið. Bara reyna koma smá skilningi fram.

Einnig vil ég þakka þeim sem skilja stöðu mína og hafa hjálpað mér í þessu bulli.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.