Sæl veriði, var beðinn um að senda þennan þráð inn nafnlaust

Veit ekki hvernig ég ætti að byrja…

Ég bý útá landsbyggðinni með fjölskyldu minni. Og ég er farinn að hata lífið mitt. Að utan gæti ég verið talinn ósköp venjulegur strákur, en í raun hata ég mig. Pabbi minn er kominn af bóndum lengst aftur í ættir, en mamma er borgarbarn.

En ég bara hata hvað ég er leiðinlegur. Ég er fullviss um að ég hef fengið það í genunum frá pabba, því það eina sem hann kann að tala um eru þessar helvítis kýr og kindur og allt sem snertir þessa “#%”$& sveit, en ég hef engan andskotans áhuga á því, heldur vil ég bara vera skemmtilegur og að fólki kunni vel við mig. Ég var alinn upp í sveitalífi en ég bara hata það.

Ég bý afskekkt og ég hata það. En ekki misskilja, ég elska fjölskyldu mína. Ég er gáfaður og veit mikið um sagnfræði og heimspeki og svona menntað dót, og fæ alltaf hátt á prófum, en þegar ég hitti annað fólk þá bara tæmist hugurinn af öllu, ég verð svona eins og Daníel í dagvaktinni. Ég bara held að ég sé orðinn þunglyndur af þessu öllu saman.

Ég á samt vini, en ég er svona gaurinn sem kemur með skemmtileg comment á mínútufresti, en ekki aðal, þú veist.
Ég er samt ekki ljótur eða feitur, en æji ég veit ekki. Kom úr erfiðu sambandi sem stóð í viku, og mér leið illa eftir það.

Ég bara varð að segja frá þessu, ætla kannski að hringja í 1717 eða eitthvað.

Svo er það líka þessi helvítis kreppa, og mér bara líður oft illa.

Æji ég bara varð að segja frá þessu, vinsamlegast ekki koma með skítaköst þarsem ég virkilega þarf þau ekki núna.
En ég bara held að þetta sé bara tímabil og að mér muni líða betur þegar ég fer í framhaldsskóla og kemst burt úr þessu skítalandsbyggð.