ok, ég var að vinna í BT í Smáralind sem fór í gjaldþrot eins og flestir vita. Mér var sagt að sækja um atvinnuleysisbætur hjá vinnumálastofnun þar sem lögheimilið mitt er, ok það er í keflavík og ég bý í reykjavík. Keyri þessa leið með bensíni sem ég á ekki pening fyrir til að segja mér að ég eigi að sækja um á netinu!!!
ok what the hell, geri það bara (þetta var alveg fyrir mánuði síðan)

Síðan kíkji ég til strákana sem eru að taka til í BT í Smáralind því það á að opna þar aftur á laugardaginn (og ég btw ekki búin að fá vinnuna mína aftur) og þeir segja mér að ég átti að fara aftur niður á vinnumálastofnun eftir að ég var búin að skrá mig á netinu!! AFHVERJU VAR EKKI SAGT ÞAÐ Á SÍÐUNNI ÞEIRRA!!!

Ég hringdi síðan í vinnumálastofnun og samtalið var einhvernvegin svona:
ég: átti ég að koma til ykkar eftir að ég var búin að skrá mig á netinu?
grybban: já þú ert bara hálfnuð, þú þarft að koma til okkar og skrifa undir nokkur skjöl.
ég: finnst bara frekar asnalegt að það er ekkert sagt um þetta á síðunni ykkar!
grybban: jújú, það hlýtur að standa þarna einhverstaðar.

Ég var búin að kemba síðuna fyrir 5 min. og ég fann ekkert sem sagði þetta!!!

Núna fæ ég ekki neitt um mánaðamótin allt útaf villu hjá vinnumálastofnun!!! ég er fkn brjáluð!!

nöldur búið
||