http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=39446

Alexandra Mammút
Vá, þetta var frekar mikið súrt. Ég skal skrifa “mína upplifun” fyrir Thorstein.

Fengum að vita af þessu fyrir löngu. Þ.e. þegar þetta átti að vera í Skógarhlíð.
Með eiginlega engum fyrirvara var okkur sagt að þessu yrði frestað.
(Veit t.d. að Agent Fresco fengu ekki að vita að þessu hafi verið frestað, nema í gegnum okkur).
Fengum svo símtal um að þetta ætti að vera í Vetrargarðinum.
Þrátt fyrir frekar lélega skipulagningu, lítinn fyrirvara og nánast enga aulýsingu, ákváðum við samt sem áður að spila, því þetta er jú gott málefni.

Ástæðan fyrir því að “slökkt” var á tónleikunum var raunar ekki beint skipuleggjendum að kenna (nema það að detta í hug að Smáralind sé góður vettvangur fyrir tónleika). Því þeir voru búnir að fá leyfi fyrir tónleikunum og búnir að leigja svið og kerfi og fá hljóðmann.

Vesenið byrjaði strax meðan við vorum að sándtékka þegar eigandi Kaffi Adesso við Vetrargaðinn kom strunsandi að okkur var mjööög dónalegur og sagði okkur að slökkva á öllu og hætta að spila því kaffihúsið hans væri að tæmast. Auðvitað sögðum við honum að þetta væri ekki okkar ábyrgð, hann gæti bara tala við skipuleggjendur því það væri búið að fá leyfi.
Honum var nákvæmlega sama.

Síðan fór ég heim.

Mætti aftur þegar Agent Fresco voru við það að taka seinasta lagið (þá áttu mammút og Ká Eff Bé (skipuleggjendur) eftir að spila). Framkvæmdarstjóri Smáralindar pikkaði í Arnór söngvara og skipaði þeim að hætta og að tónleikarnir yrðu að hætta samstundis og gekk síðan í burtu. Hann hafði ekki einu sinni kjarkinn í að tilkynna þetta sjálfur.
Mér skildist að Fridays, Pizza Hut og Kaffi Adesso hafi kvartað og krafist þess að tónleikarnir hættu, vegna viðskipta. Þeim gat ekki verið meira sama um málefnið.

Þetta var frekar skítt, líka þar sem meiri hlutinn af deginum hafði farið í rót og vitleysu.
En ég græt mig samt ekkert í svefn.

svo hvað finst ykkur um þetta?