Maðurinn sem hengdi upp bónusfánann á flaggstöng alþingishús var handtekinn. Hver er ykkar skoðun á því?

Bætt við 22. nóvember 2008 - 18:38
Þetta var að koma á mbl.is Þetta er varðandi Bónusfánamanninn.

Pilti, sem handtekinn var í gær vegna mótmæla við Alþingishúsið fyrir hálfum mánuði, var sleppt nú laust fyrir klukkan 18 en hópur fólks hafði staðið fyrir mótmælum utan við lögreglustöð í miðborginni og krafist lausnar mannsins. Óþekktur aðili mun hafa borgað sekt fyrir piltinn.

Allt mun nú dottið í dúnalogn við lögreglustöðina þar sem hafa verið mikil háreysti og pústrar í hátt í tvær klukkustundir og var fjöldinn á fimmta hundrað þegar mest lét. Mótmælunum linnti þegar pilturinn gekk út með klút fyrir andlitinu og var honum fagnað eins og þjóðhetju af mótmælendum. Sjálfur sagðist hann ekki vita hver hefði borgað sektina fyrir hans hönd.

Var að sjá þetta í sjónvarpinu áðan. Þetta var alveg ótrúlegt hvað fólkið gerði til að fá hann lausann..
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine