Var að tala við múttu, sem er barnaverndarstarfsmaður. Hún sagði mér að þegar fólk nær 15 ára aldri er réttað yfir þeim sem fullorðnum, ekki eins og í USA þar sem það er deilt um hvort það eigi að rétta sem barni eða fullorðnum.
Þegar þú ert orðin 15 ertu sakhæfur og er réttað yfir þér sem fullorðnum. Hinsvegar er látið barnaverdaryfirvöld vita og þau ræða við einstaklingana og ákveðið er hvort þeir geti afplánað á meðferðarheimili eða fangelsi.

Fyrir alla þá sem eru að spá í hvað verði gert við þessa stráka.

Vildi líka benda á að framheilaskaði er stórhættulegur. Getur valdið minnisleisi og breytingu á persónuleika.

Ekki kúl að sparka í haus.

Bætt við 21. nóvember 2008 - 16:34
Til að bæta við, þá finnst mér að þeir ættu ekki að komast upp með þetta og þar af leiðandi ættu þeir að fá þyngstu refsingu sem er í boði fyrir þetta.

Einnig fyndist mér gott á þá að vera neyddir til að mæta í Kastljós og svara fyrir gjörðum sínum fyrir framan alla landsbyggðina. Hafa þetta eins niðurlægjandi eins og hægt er.

Þætti gaman að sjá þá segja “æjj hann var að rífast við bróður minn, hann átti þetta skilið” í sjónvarpi.
“Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?”