Þarf bara að fá útrás!

Okei, í gær fór ég uppá Leirubakka í afmæli hjá afa mínum. Dagurinn byrjar klukkan 10 þegar ég er vakinn af pabba mínum sem er í fýlu… Flott er, helgin ónýt. Við keyrum af stað og guess what, ég þarf að pissa en þar sem pabbi er í fýlu áhveð ég að minnast ekkert á það og halda í mér.

Þegar við stoppum í einhverri sjoppu, get ég ekki meira og missi útúr mér “ætli það sé ekki klósett hér” og ég fæ einfalt nei. Frábært, þessi spurning gerði hann enn meira pirraðann.

Svo loksins komum við uppeftir, komum okkur fyrir á hótelinu og löbbum niður á veitingastaðinn. Ég þurfti að leiða ömmu þar sem hún er orðin dáldið slöpp og það er svosem ekkert mál. Svo komum við að einhverri brekku og ég segi ömmu að við ættum frekar að labba eftir veginum en að fara niður grasbrekkuna en amma vill frekar fara niður yfir grasið og hún dettur… Pabbi verður meira pirraður. (y)

Ég þoli þetta ekki ! *garg*

Og ekki nóg með það heldur var ég að koma af klósettinu núna, búinn að æla fullt, en þar sem ég hef verið nokkuð oft veikur í vetur þarf ég pottþétt að mæta í skólann :@

takk

Bætt við 17. nóvember 2008 - 01:56
Tók ekki fram að pabbi losar um þrístinginn með skotum og commentum á mig…
"alltaf þegar ég er graður þarf ég að skíta" -devon