Ég var í stærðfræðiprófi í dag, eitt af tvemur eða þremur í vetur fyrir utan lokapróf fyrir jól (fer eftir hvort bekkurinn minn nær hinum bekkjunum þar sem allt hefur dregist afturúr -.-) og mér gekk svo hörmulega ógeðslega illa en ég skil bara ekki af hverju!? >:c
Ég hef alltaf fylgst með í tímum, ég reyndar læri ekki alltaf heima í stærðfræðinni (en hver gerir það svosem).
Ég ætlaði mér að læra undir prófið í gær en sofnaði óvart áður en ég gat byrjað, en til allrar hamingju vaknaði ég þó óvart klukkan 3 í nótt og náði þá að læra helvíti vel fyrir þetta áður en skólinn byrjaði! Ég skildi allt, ALLT, sem ég var að fara yfir. Ég kunni ALLAR aðferðirnar þegar ég var að fara yfir. En svo tókst mér að skíta á mig á prófinu. =/
Ég veit alveg að ég skeit á mig, afþví að allur bekkurinn minn er í algjörri tímaþröng þennan veturinn, og ákvað því kennarinn að leyfa okkur að bera svörin okkar saman við rétt svör kennarans áður en við skiluðum. Þeas með því skilyrði að við myndum setja öll skriffæri ofan í tösku!!
Sko það var alveg hægt að fá ¡12,5! samtals fyrir prófið, en ég er sko í mestalagi að búast við að fá 2! :'c
Þurfti smá útrás.
Takk fyrir mig.
The meeting of two personalities is like the contact of two chemical substances: if there is any reaction, both are transformed.