Mér finnst alveg óendanlega leiðinlegt að tala í síma svo ég svara aldrei þegar það er númeraleynd eða númer sem ég þekki ekki.

En jæja síðustu nokkrar vikur hefur Gallup verið að hringja alveg á fullu í mig. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir að vera að lenda í hundleiðinlegum og löngum skoðanakönnunum svo ég hef ekkert verið að svara þeim. Líka hringja oft þegar ég er upptekin. En allavega hefur einhver verið að lenda í skoðanakönnun nýlega eða lent í þessum símhringingum?

Finnst þetta alveg rosalega þrjóska í þeim. Kemur bæði Reykjavíkur og Akureyrar númer (Svo ég var ekkert að átta mig á þessu strax hve oft þeir eru í raun að hringja)..

Spurning um hvort það sé einhver ný regla hjá fyrirtækinu “Hringjum þar til manneskjan svarar, sama hve langan tíma það tekur !!” hehe.

Kveðja,
Kisustelpan.