Hafiði ekki lent í því að vera spurð að fáránlega óþægilegum spurningum?
Það hafa örugglega allir lent í einhverri þannig:P

Allavega eru nokkrar óþægilegar sem ég man eftir í stuttu bragði.

Ég var eitthvað að hjálpa pabba að smíða einhvern skáp (svolítið langt síðan) og allt í einu upp úr þurru spyr hann: “Ertu byrjaður að sofa hjá?” Og ég eitthvað, fór svoa nett að hlæja, þetta var óþægilegt en samt eitthvað svo fyndið:P Rétt náði að vippa fram léttu svari:P

Svo var ég með stórfjölskyldunni minni á Krít í sumar.
Sit með ömmu og afa á barnum og þau bauna á mig óþægilegum spurningum, þeim fannst það örugglega fyndið. “Reykirðu nokkuð?” “Nei.” “Byrjaður að drekka?” “Uuu, neinei..”
“Byrjaður að sofa hjá?” Það var of fyndið..ég eitthvað: Uuu, já"…haha:D

Ég veit að þið lumið á einhverjum skemmtilegum spurningum sem óþægilegt hefur verið að fá eða að svara:)