Í þessari viku í skólanum er svona þema í gangi. Þemað er borg í Skandínavíu. Ókei allt í lagi með það. En svo þurfum við líka að tengja allt sem við setjum niður í kynningu með við eigum að gera. Og við þurfum að tengja það við hvert einasta námsefni. Svo við þurfum að fynna eitthvað sem tengist samfélagsfræði, skrifa á ensku og dönsku, gera eitthvað með stærðfræði og svoleiðis.
Það finnst mér allveg ágætt bara. En svo eru það hóparnir sem ég er ekkert svo sátt við. Ég er í 9. bekk og við þurfum að vinna með 8. bekk :S
Ég var svo ‘heppin’ að lenda í hóp með fólki sem vinnur lítið.. jafnt sem ekkert!
Ég sit og læri, tengi þemað við önnur fög, fynn upplýsingar og allt það. Og þær eru bara að ætlast til þess að ÉG geri allt það.. ein.
Vinkona mín er í þessum hóp og hún reynir að gera eins og hún getur, en málið er bara að hún getur ekki allt og hún á erftitt með nám svo að ég skil það allveg og ég finn handa henni eitthvað til að gera.
Ég er mikið upptekin þarna í hópnum og ég þarf líka að vera að segja hinum (3. aðrar stelpur) að fara að gera eitthvað og hvað þær eiga að gera.
Þær til dæmis eiddu tveimur klukkutímum í að skrifa Malmö og mála það… TVEIMUR KLUKKUTÍMUM!!
Svo eftir það fóru þær að vinna.. smá. Þær fóru á bókasafnið, eða allavega segjast hafa farið þangað en þær komu með ekkert til baka. Svo áhvöðu þær að fara að leira nafnið á Svíþjóð.. afhverju í ósköpunum?
Ég get allveg sagt að þær hafi unnið þá eitthvað sem er tengt listgreinum, en svo virðist sem að ég sit uppi með það að gera allt!
Svo einu sinni sast ég niður og var að skoða myndband í tölvunni um Malmö. Þá kom önnur stelpan bara stórhneiksluð á því að ég skuli vera “bara að horfa á myndband UM Malmö” og skoða upplýsingar og skrifa niður texta og það..
Já ég veit að ég ætti að láta eitthvern vita, en við eigum að meta vinnu hvors annars í hópnum og ég gef þær kannski 1-2 því að þær unnu eitthver í gær (þó ég viti ekki hvað því að ég var veik)

Æjji grey þið sem lásuð þetta :S hahah. Ég er bara svo fúl yfir þessu.
Þær vilja líka að ég sé bara að gera þetta heim… glætan
Pff ég held að enginn skilji hvernig verkefnið virkar XD

en já.
bless