Góðan dag ladies and gents.

Ég er að reyna að fá heimsókn í sumar, og þessi manneskja býr utan schengen-svæðisins og þarf því að fá sér vegabréfsáritun til að komast hingað. (Hún gildir í 3 mánuði).

Ég er búin að vera skoða þetta í dálitlan tíma en er algjörlega clueless um þetta allt.
Hvað á að gera fyrst.
Hvernig ég sendi allt og blablabla.

Ég er búin að tala við útlendingaeftirlitið sem greinilega nenna ekki að vinna sína vinnu og þau annaðhvort senda mér ekkert til baka eða copy/paste-a það sem stendur á vefsíðunni. ÉG ER BÚIN AÐ LESA VEFSÍÐUNA OFT!

Ég hef ekki endalausan tíma né pening til að hringja í þau, þar sem ég verð að gera það á skóla tíma.

Því spyr ég ef einhver hefur reynslu af þessu og getur ef til vill gefið mér smá hjálp. :)

Ég grátbið ykkur. Þessi manneskja ætla að koma í vor/sumar og ennþá á eftir að ganga frá öllu og vil helst byrja eins fljótt og auðið er svo það sé víst að við náum þessu í tíma ef ekki fyrr þar sem þessi manneskja getur komið næstum því hvenar sem er….

Ég er meiraðsegja tilbúin að borga þeim er í raun tilbúin til þess að hjálpa mér í gegnum allt progressið. :)

Bætt við 4. nóvember 2008 - 17:47
Og já, við erum ekki með sendiráð á þessu svæði og þessi manneskja talar EKKI ensku og því þarf ég í raun að gera flest allt ein.
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33