Ég ætla að nöldra um svolítið sem gerðist í gær.

Ég var að labba heim í mínu mesta sakleysi, svo labba ég fram hjá einhverum 7. bekkjar krökkum. Og hvað gerist? Þurfa þessir andskotar ekki að fara að tala við mig? Þetta hefur komið fyrir mig mjög oft. Það er alveg ótrúlegt hvað þessir andskotans krakkar vilja alltaf kjafta við random fólk úti á götu.
http://img116.imageshack.us/img116/2323/128702885926217965wz8.jpg

Og fyrst ég er byrjaður að nöldra, þá skulum við tala um fólk í leiðinni. Það er alveg óþolandi þegar ég sit í skólanum í tölvunni og það kemur einhver sem ég hef ALDREI séð og fer að tala við mig um leikinn sem ég er að spila eða myndina sem ég er að horfa á. Endalaust pirrandi.

/humor? Hvað kom fyrir? Ég skal vera augljós fyrir “húmoristana”: Þið þurfið að vera betri.