Ókei í tilefni af pizzustaðarþræðinum verð ég að koma með eina pælingu. Þannig er að allavega tvo komment á þræðinum sögðu að Eldsmiðjan hefði verið best áður en Foodco keypti hana. Þar sem ég vinn á Eldsmiðjunni veit ég að nákvæmlega ekkert breyttist þegar Foodco keypti Eldsmiðjuna (nema þá kannski strangari reglur fyrir starfsmenn) þ.e.a.s. hvorki var skipt um starfsfólk né uppskriftir eða hráefni.

Er svonalagað hugarfarstengt eða er einhver önnur ástæða fyrir því að fólk finnur allt í einu öðrusvísi bragð af matnum sínum?
.