Ég keypti Bonsai tré í gær og ætla mér að halda því á lífi… Ég veit það er rosa vinna á bakvið svona tré (snyrtingar, vökvun, fóðrun o.fl.) og ég vildi bara forvitnast um hvort einhver hér gæti gefið mér leiðbeiningar um hvernig ég á að sjá um það.
Ég veit ég get notað google enda er ég búin að gera það og finna margar síður með mörgum leiðbeiningum og oftar en ekki eru leiðbeiningarnar ekki eins.
Svo ég spyr um leiðbeiningar á íslensku og kannski ef einhver gæti deilt reynslu sinni? :)