okay nú hef ég verið að pæla smá.

Kreppan er auðvitað mikið í umræðunni og það er alveg eðlilegt
það sem ég skil hinsvegar ekki er það hvað það er alltaf verið að tala um krúttin á sama tíma og talað er um kreppuna.

Hvernig tengjast krúttin kreppunni?

hver eru krúttin ?
ég hef bara heyrt þau skilgreind sem Björk og Sigurrós og þessar krúttlega artí manneskjur.

Svo er það þessi svokallaða krúttkynslóð sem á að hafa haft það svo auðvelt og á aldrei að hafa þurft að hafa fyrir neinu. Hverjir eru það?
er það kannski okkar kynslóð?

ef að sigurrós og co. eru krúttin hvernig er þá hægt að segja að krúttin hafi aldrei þurft að hafa fyrir neinu?

Það er ekki eins og hljómsveitin sigurrós eigi einhverja álfadís sem gerir þá góða tónlistarmenn og galdrar fram góð lög fyrir þá. Þeir þurftu að leggja hart að sér til að ná svona langt.

og afhverju hafa svona margir af eldri kynslóðinni eitthvað á móti krúttunum?
og sigurrós ?