Okay ég var í strætó áðan… Og ástæðan fyrir þessum þræði því er að ég heyrði tal á milli stráks sem að var eitthvað 15 ára og svo var annar sem að leit mjöööög unglega út. Þeir voru eitthvað að tala um djamm og e-ð og svo fer þessi ungi að tala um áfengi og hvernig honum finnist hitt og þetta…smirnoff, breazer og helling af dóti… Ég náttúrulega bara “ bíddu hvað er í gangi? ” þótt ég sagði ekki neitt. Síðan skítur eldri strákurinn á hann og spyr hvenar hann muni fermast. 2010 svarar yngri strákurinn…Ég fékk grun minn staðfestann, þetta var ekki einhver líkamlega seinþroska strákur heldur einhver 5-6 bekkjar krakki byrjaður að drekka og hanga sér með eldra fólki… Hvað er í gangi fólk? Ef á versta veg fer verður þessi ungi piltur farinn að reykja eftir ár, dópa eftir 3 ár og vondur félagsskapur mun enda illa.

Það er greinilega þörf á betri fræðslu um áfengisnotkun og dóp hjá yngra fólki því það er greinilegt að aldur skiptir engu máli lengur. Mér finnst þetta náttúrulega vera ein steipa..