Vá hvað mér finst yndislegt að haustið sé komið. Sérstaklega þegar ég labba úr skólanum á daginn. Þá er svona kalt og svona smá blautt, góð lykt og loftið einhvern vegin miklu hreinna heldur en til dæmis á sumrin. Ég elska þetta veður. Soltið kalt og þæginlegt að labba útí í úlpu bara, það er nóg. Svo kemur snjórinn sem er náttúrulega besta tímabilið. Þá kemur snjóbretta tíminn, bláfjöll og jib helgar. Það verður geðveikt. EN auðvitað eru alltaf þessir apakettir inná milli sem halda að við búum á bennidorm eða hvernig sem það helvíti er nú ritað. Kaupið ykkur snjógalla og kuldaskó og hættið þessu væli.

En ja, hver er ykkar uppáhalds tími ársins og af hverju ?
Af hverju að tala saman ef maður er sammála.