Vil byrja á því að segja að mér finnst frekar hæpið að kalla ástand dagsins í dag kreppu, en það eru allir að gera þannig að ég læt bara strauminn leiða mig áfram.

Hvað þýðir kreppan fyrir ykkur? Persónulega þá hefur hún ekki mikil áhrif á mig, allavega svona framanaf geri ég ráð fyrir. Að sjálfsögðu mun hún gera það ef allt í landinu hrynur, en ég ætla ekki að taka það með í reikninginn enn sem komið er.

Fyrir mig mun þessi kreppa þýða það, að ég eigi eftir að byrja að spara, og neyðist til að læra að fara með peningana mína. As in, hætta að kaupa endalaust af rándýrum mat útum allan bæ, draga úr hlutum eins og að fara alltof mikið í bíó eða stunda fleiri dýrar afþreyingar (hoho.). Þessir hlutir og nokkrir fleiri sem maður eiðir alltof miklum óþarfa pening í.

Það eina sem þetta cutdown gerir mér, er það að

a) ég mun hætta að borða ruslfæði og verða heilbrigðari fyrir vikið

b) þegar bíóið, rúntarnir (ath bensínverð), og allt sem maður hendir peningunum sínum í eru fyrir bí, eða allt að því, þarf maður að finna uppá öðrum skemmtilegum hlutum til að gera. Eða einfaldlega hanga heima, og fara þá að læra því að búið er að loka fyrir myndlykilinn á sjónvarpinu og búið að loka fyrir netið. Eða þá ákveð ég að fara að stunda útivist að kappi, þannig að annaðhvort þá munu einkunir mínar hækka gífurlega, eða þá mun ég verða ofur fit.

Svo að ég get ekki betur séð en að þessi kreppa geri mér ekkert nema gott.

Þannig að ég er bara nokkuð spennt fyrir þessarri kreppu.