Já hver man ekki eftir hinum klassíska Fóstbræðrasketsi með Hjálmari og félögum. En það er reyndar ekki ástæðan fyrir þessum korki heldur langaði mig að spyrja ykkur, hafið þið miskilið eitthvað alveg svakalega, kannski í mörg ár?
Ef ég kem með dæmi, t.d. þegar ég var lítil og afi minn var á vakt (hann er læknir) hélt ég alltaf að hann sæti á stól milli tveggja sjúklinga og vaktaði þá :')
Svo er annað, þegar hinn afi minn fór alltaf að versla í matinn í Grímsbæ, stóð ég í þeirri trú í mörg ár að það héti Grísbær.

Svo hefur einhver góða sögu um miskilning? :D