Þú færð ekki hálft prósent í Glitni fyrir 6,7 milljónir… 
Ríkið keypti 75% hlut í Glitni nú fyrir stuttu á ca. 80 milljarða ÍSK. og það með dágóðum afslætti. Segjum sem svo að þú virði Glitnir hafi verið það sama þegar þú keyptir þín hlutabréf og núverandi virði. 
Til að fá eitt prósent deilum við með 75 –> 80.000.000.000 / 75 = ca. 1,06 milljarður. Deilum svo í útkomuna með 2 og fáum út hálft prósent –> 1.060.000.000 / 2 = ca. 530 milljónir.
Til þess að eignast hálft prósent í Glitni hefðir þú þurft að borga 530 milljónir ÍSK. og það með dágóðum afslætti.
Svo nei… þú áttir ekki hálft prósent í Glitni.