Man einhver eftir frekar gömlum teiknimynda þáttum sem voru um vampýru með risastórar tennur(var eiginlega eins og vampýru-rostungur). Hann var alltaf að gera eitthvað í kastalanum sínum og fattaði síðan alltaf að hann væri að dreyma martröð því að hann gleymdi að loka kistunni sinni sem hann svaf í.

Þátturinn endaði alltaf á því að hann lokaði kistunni. Það voru kerti allt í kringum kistuna.

Vampýru-rostungurinn var sennilega einhverskonar greifi og var alltaf klæddur í kjólföt.

Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvað þessir þættir heita :P

Bætt við 2. október 2008 - 13:47
Sorry, fyrirsögnin átti víst að vera “Spurning” en ekki “spurnging”
“All work and no play makes Jack a dull boy.”