Yoyo… veit einhver hvað þagnarskylda sálfræðinga nær langt? Hvað má ég segja honum mikið án þess að eiga í hættu á að hann segi einhverjum?

Dæmi 1: Ég frem morð og segi sálfræðingnum mínum það.
Honum hlýtur að bera skylda að segja frá því…

Dæmi 3: Félagar mínir (ekki ég) stela einhverju, brjótast inn eða ræna sjoppu og ég segi sálfræðingnum það.
Stendur þagnarskyldan hans þá ennþá stöðug?

Dæmi 2: Ég nota vímuefni og segi sálfræðingnum mínum frá því.
Má hann láta lögregluna vita?

Einhversstaðar hljóta mörkin að liggja og mér þætti gaman að fá að vita hvar þau eru…

Athugið að þetta eru bara dæmi og ég spyr í forvitni. Ég framdi ekkert morð :P

Bætt við 23. september 2008 - 21:22
og ég er 18 ára.
Ég er þið.