Þetta finnst mér nú bara fáránlegt !

Gjaldfrjálsar SMS og MMS sendingar af Já.is eru eingöngu ætlaðar til takmarkaðra einkanota. Sendingar í atvinnuskyni eru óheimilar, sem og fjöldasendingar. Fjöldasendingar teljast hvort heldur sem er sendingar sama aðila á fjölda númera eða margendurteknar sendingar á sama númerið. Vélrænar sendingar eða tilraunir til þeirra eru með öllu óheimilar. Öll notkun á SMS og MMS sendingum er skráð og rekjanleg ef upp kemur grunur um brot á þessum skilmálum eða lögbrot.

Varðandi fjöldasendingar bendum við á þar til gerða þjónustu Símans s.s. SMS magnsendingar fyrir fyrirtæki og viðbótarskilaboðaþjónustu fyrir einstaklinga.

ég var að fá tilkynningu að ég væri búin með “minn kvóta” að ég væri búin að senda of mörg sms á klukkutíma. ég er bara inneignarlaus, og var að smsast við kærastann og þá er mér bara bannað að senda fleiri sms, var búin að senda akkúrat 10 sms, s.s. maður má bara senda 10 sms á klukkutíma !

jájá ég á ekki að vera pirruð yfir þessu, en mér finnst þetta fáránlegt þar sem þetta hefur aldrei verið svona, og er kynnt sem “frítt sms”, þannig þá þarf ég að fara yfir á vodafone.is ef ég vil senda e-ð..

böööögg !

Bætt við 13. september 2008 - 01:14
jájá þetta er tilgangslaust nöldur, var bara pirruð útaf þessu því þetta er nýkomið !