Ja sjaldan hef ég orðið eins agndofa og í morgun..

Ég bý á Akureyri og ber stundum út Fréttablaðið. Núna áðan þá var ég að bera út í Hrafnagilsstræti rétt hjá Strax í Byggðavegi þegar ég lít aðeins niður eftir götunni (í átt að heimavistinni), og ég trúði bara ekki mínum eigin augum. Eftir Þórunnarstrætinu komu tvö hross gangandi, fóru yfir götunna og héldu áfram eins og ekkert væri. Þau voru alveg laus og engar manneskjur nálægt.
Og ég bara gjörsamlega fraus og starði þarna niður eftir götunni, og ég góndi nú líka ágætlega lengi eftir að þau voru farin. Alveg ótrúlegt, bara nánast í miðjum bænum, tvö hross í lausagangi. Ég er eiginlega bara enn að melta þetta.

Hafa fleiri orðið svona gjörsamlega agndofa yfir einhverju, og ef svo, hvað var það ? :)