Vegna þess að RUV ætlar að taka uppá því endursýna valin skaup fór ég svona pæla hvað væru ykkar uppáhalds skaup.

Mitt er án efa 1990 skaupið eða Nýaldarskaupið eins og sumir þekkja það. Eitt af þessum skaupum þar sem gert var grín að ríkisstjórninni (þá Steingrímur Hermanns, Steingrímur J., Ólafur Ragnar, Svavar Gests, Jón Baldvin og Jóhanna Sigurðar) í mörgum sérstökum aðstæðum. Mitt persónulega uppáhald þegar þau sungu lag Bjartmars “Með vottorð í leikfimi” með nýjum texta sem sagt “Með vottorð á Alþingi”.