Ég hef tekið eftir því að margir krakkar, já krakkar, semsagt fólk undir 18 ára aldri, eru farin að trúlofa sig.
Ég hef ekkert á móti þessu eða neitt, kannski er þetta bara ástarjátning eða whatever, en ég veit um marga sem eru búnir að trúlofa sig eftir bara t.d 2mánaða samband eða minna.

Þetta er t.d. sérstaklega ungar stelpur, 16 ára eða yngri, eru farnar að trúlofa sig strákum sem eru oftast mikið eldri en þær.

Mér finnst þetta fáranlegt.

Oftast enda svo þessi sambönd með framhjáhaldi eða óléttu.
Sum ganga upp og alltílagi en ég er búin að sjá of mörg dæmi þess að þetta endi illa.

Trúlofun er mikil skuldbinding sem fáir eru tilbúnir í,
sérstaklega ungar stelpur - jafngamlar mér [já ég er að segja að ég sé ung, ég er 93' mdl].

Ég verð bara að segja að mér finnst þetta fáranlegt.