Eins og þið hafið eflaust heyrt þá eru einhverjir jólasveinar að undirbúa flutning Rásar 2 norður í land. Það er auðvitað þvílík fásinna enda Rás 2 eina óháða útvarpsstöðin á landinu. Sérstaða stöðvarinnar felst til dæmis í því að hún spilar það sem hún vill, tekur upp íslenska tónlist og útvarpar og varðveitir plötusafn þjóðarinnar.
Það er nokkuð ljóst að ef hún verður flutt þá breytist margt og að öllum líkindum til hins verra. Ef ÞÚ ert sammála því að stöðin eigi að vera áfram í Efstaleyti þá bið ég þig að heimsækja http://www.dacoda.is/ras2 og skrá inn nafn þitt og kennitölu.