Þú vaknar á gras velli, þið eldist ekki og þið getið ekki dáið.
Þið labbið bara áfram í mörg ár án þess að neitt gerist. Það er alltaf nótt og svoltið svalt.
Þú þarft ekki að borða, þú þarft ekki að gera neitt.
Það getur ekkert gerst við þig, það eina sem er enþá venjulegt við þig er að þú þarft svefn.

Einn daginn eftir að hafa gengið í mörg ár skynjaru eitthvað.
Þú snýrð þér við og sér sjáfan/sjálfa þig…

Bara vera sem lítur alveg eins út og þú og hún er þú, nema hún er ekki með neinn svip. Hún er hvorki dapur né glöð…

Hún heldur altaf sinni fjarlægð, ef þú tekur skref nær tekur hún skref aftur. Þegar þú sefur stendur hún í sinni fjarlægð og horfir bara á þig…

Hún eltir þig hvert sem að þú ferð..

Þú byrjar að venjast henni og heldur bara áfram að ganga, gangur bara áfram eins og þú hefur verið að gera öll þessi ár..

Einn daginn líturu aftur og sérð að veran er farin..

Þú heldur áfram að labba, og ferð svo að sofa.
Daginn eftir ertu enn labbandi og sérð eitthvað lengst í burtu?..

Þetta byrjar að færast nær og nær þér.. Þú sérð að þetta er veran. En nú byrjar hún að hlaupa! Hún hleipur með óðan svip að þér!?!… Þú hleypur í burtu! Hikar ekki til að líta við öxl! Þú hleypur eins hratt og eins lengi pg þú getur!

Svo geturu ekki hlupið lengur, þú lítur við og sérð að veran
er horfin, þegar þú snýrð þér aftur þá sérðu veruna beint fyrir framan þig!.. Svo vaknaru! Guði sé lof þetta var bara draumur!… Þú stendur upp og lítur í kringum þig.. Þú ert komin/n í skóg…