Nú skoða ég Huga í um 10 klukkustundir á dag, refresha á fullu og læti. Hinsvegar, finnst mér alveg óstjórnlega pirrandi þegar ég refresha að það sé enginn búinn að senda inn nýtt efni. Ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk sé í fríum og komist ekki endilega á Huga, en það er varla svona margt fólk?

Ég man að fyrir nokkrum mánuðum var þetta miklu virkara, það var verið að senda fullt af myndum og þráðum inn á þau áhugamál sem ég stundaði, en BÚMM! Og núna er þetta orðið minna. :(

Svo kom ég úr 10 daga fríi, það var ótrúlega lítið efni komið inn. :(

En núna ætla ég að fara að senda inn myndir. Og lesa nöldur. Ég á 10 daga af ólesnu nöldri.