Já, ég var að upplifa fyndnasta kvöld af sumarfríinu mínu. Þetta byrjaði þannig að ég og foreldrar mínir vorum að koma heim eftir að hafa verið úti að borða.
Við fórum upp lyftuna og að herberginu okkar. Það er svona kort sem maður stingur inn í lásinn og þá á að koma grænt ljós og hurðin fer úr lás í 10 sek. Mamma stakk kortinu inn, rautt ljós, aftur, rautt ljós. Ég prófaði líka en allt kom fyrir ekki. Loksins samþykkti ég að fara niður í lobbýið og spyrja um þetta. Ég nennti ekki að bíða eftir lyftunni svo ég fór niður stigann (stiginn fer svona eins og í kringum lyfturnar svo maður endar alltaf fyrir framan lyfturnar á hverri hæð en fer svo aftur í stigann) og þegar ég var á fimmtu hæð (herbergið er á 9 hæð) voru tveir gaurar að bíða eftir lyftu. Þeir héldu greinilega að ég væri útlendingur og ætluðu eitthvað að grínast, annar þeira sagði ‘'blessuð’' og ég svaraði ‘'blessaður’' og það var golden að sjá svipinn á honum. Hinn strákurinn sprakk úr hlátri og sagði ‘'nú, bara Íslendingur!’'
Og svo var ég komin niður í lobbýið og sagði honum frá kortinu og hann tók það og gerði eitthvað við það og svo fór ég upp í lyftunni (miklu fljótari að koma niður í lobbýið) upp og prófaði aftur en þetta virkaði ekki en svo pabbi var orðinn dálítið reiður þannig hann kom með mér niður stigann en er ekki beint í eins góðu formi og ég þannig hann drógst aftur úr.
Ég kom niður í lobbýið og sagði gaurnum þar að þetta virkaði ekki ennþá og þá lét hann mig fá nýtt kort. Ég heyrði að pabbi var að koma og gekk á móti honum. Hann reif kortið af mér og hlustaði ekki á það sem ég sagði við hann, fór að gaurnum og sagði reiðilega:
,,It isn't working!''
,,I - I gave her a new card.'' sagði hann og benti á mig.
,,I've tried this two times and it isn't working!'' sagði hann og hlustaði hvorki á mig né gaurinn. ,,I ran up and down the stairs and it is really annoying!'' og hann fór einu sinni -.- ,,This is really lame and I want you to fix this!''
,,But sir-''
,,No but! I want this fixed!''
,,Ok, sorry sir, these things sometime happend, I - I will just give you a new one!''
,,And be quick!''
Hann lét hann fá kortið, frekar hræddur og ég hafði gefist upp á að reyna að segja honum þetta. Við pöntuðum lyftuna og þegar við vorum komin inní lyftuna sýndi ég sýndi ég honum kortið sem ég hafði tekið af manninum á meðan hann var að rífast.
,,Pabbi, hann lét mig fá nýtt kort.''
,,Ég veit, enda skammaði ég hann almennilega!''
,,Nei pabbi, hann lét mig fá það áður en þú komst niður stigann.''
,,Hvað segirðu?''
,,Jamm.''
Hann skammaðist sín alveg hryllilega og flýtti sér inn í herbergi þegar það opnaðist loksins. Seinna ákváðum við að fara niður á barinn við sundlaugina og pabbi ætlaði að biðjast fyrirgefningar þegar við færum framhjá lobbýinu. Við fórum öll þrjú í lyftuna og fórum alla leið niður. Þegar lyftan opnaðist leit maðurinn í lobbýinu upp og það kom skelfingarsvipur á hann þegar hann sá okkur öll þrjú fara út úr lyftunni. Pabbi sagði afsakið á meðan við fórum á barinn.
Þegar við settumst niður gerðum við grín af þessu sem gerðist. Ég sagði þeim frá gaurunum sem ég hitti á leiðinni niður og gerði alveg þvílíkt grín af því.
Ég leit við og tók þá eftir að akkúrat þeir gaurar sem ég var að gera grín af sátu fyrir aftan okkur. Það lá við að springi úr hlátri.
Og þar með var þetta kvöld toppað!

e.s. þetta átti ekki að vera svona langt!
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.