Langar að nöldra hérna píínu.

Ókey ég þarf að taka rútu í fyrramálið, er einn heima og ég næ ekki á neinum til að skutla mér svo ég ákvað bara að hringja hérna á “taxastöðina” til að tékka hvað ég þyrfti að borga í leigubíl. Símtalið var eitthvað á þessa leið:

Ég: Góðan daginn. (bíð eftir kveðju til baka en neei svo ég kem mér beint að efninu) Gætir þú sagt mér hvað ég þyrfti að borga ef ég segði þér hvar þyrfti að sækja mig og hvert þyrfti að skutla mér ?
Freðin: Ég veit ekki alveg skoo
Ég: Ókey, geturðu þá sagt mér hvað kílómetragjaldið er hjá ykkur ?
Freðin: Ég veit ekki alveg hvernig þeir eru með þetta í bílunum sínum skoo
Ég (orðinn svolítið pirraður): Ókeey, er þá einhver sem veit eitthvað þarna ??
Freðin: Ég er eiginlega bara ein hérna skoo
Ég: Jæja þá nær það ekki lengra, bæ *skellir á*

Hvernig væri að fólk færi að læra aðeins inná sína vinnu. Ég þoooli ekki svona, maður þarf upplýsingar og þegar maður hringir þá veit fólk ekki rassgat og alltaf með sitt “skoo” í endanum á hverri einustu andskotans setningu.

Nöldur búið!