Ég get ekki alveg ákveðið mig hvort ég ætti að fá mér fjöltengi (rafmagns innstungu tengingu) eða ADSL þannig að kannski getið þið hjálpað mér að ákveða? Fjöltengið er auðvitað sjúkt hröð tenging, en það er ekki ótakmarkað innanlands download. Er auka hraðinn þess virði? Ég er að fara að nota þessa tengingu aðallega í að spila leiki (á simnet) og bara browsa á netinu, og svo á ég kannski eitthvað eftir að kíkja á íslenska FTP servera :) Hversu hratt er þetta 1 GB (sem ég mundi fá mér) að fyllast? Ég er frekar að hallast að ADSL, hún er eftir allt saman alveg ágætlega hraðvirk eða hvað finnst ykkur? Er þetta fjöltengi kannski bara prump?

Meiri upplýsingar um fjöltengi <A HREF="http://www.fjoltengi.is/“>hér</A> ef einhver veit ekki hvað ég er að tala um.

PS: verðmismunur telst ekki með því það kostar næstum alveg það sama.<br><br><B><FONT COLOR=#7D0000 FACE=”Copperplate Gothic Bold">Þetta er ekki frumleg undirskrift.</FONT></B