Hver þekkir ekki Xilver?
Já, nákvæmlega, það vita allir hver hann er, en guði sé lof ég þekki hann ekki.
Það er ekki ætlunin að rakka hann niður, en ég hef lesið hluti eftir hann og komist að því að mér líkar ekki við hann.
En það þýðir ekki að ég tjái mig um það, og þetta hérna er fyrsta skiptið sem ég segi að mér sé illa við hann. Kannski einu sinni hef ég sagt eitthvað annað, en það er utan málefnisins hér.

Afhverju eru allir að gagnrýna hann? Mér er skítsama, en getur ekki gerst það sama fyrir hann og gerðist fyrir þennan Jerico? Það er náttúrulega manneskja bakvið skjáinn, og eina sem ég hef séð hann fá frá notendum er skítakomment og fleira vesen.

Eins og ég sagði er mér sama um þennan gaur, en ég var aðeins að spá í þessu.