Ég ætla aðeins að fá að tjá mig hérna um það hvað ég þoli ekki þegar maður er að hringja e'ð, fær talhólf og það kostar u.þ.b. 15 krónur! Og sérstaklega ef maður notar það ekki einusinni til að skilja eftir skilaboð (sem ég geri aldrei!)
Ég meina, það væri í lagi ef það væri bara þannig að það væri rukkað fyrir ef maður skildi eftir skilaboð, en að eyða inneigninni í það að heyra “í augnablikinu…” og skella svo á er óþolandi!
ég veit ekki hvort þetta sé bara e'r spes pirringur í mér eða eru fleiri sem þola þetta ekki ?