Lögreglumaður á Patreksfirði beitti varnarúða eða meis til þess að yfirbuga mann fyrir utan félagsheimili staðarins þegar lokadansleikur sjómannadagsins fór fram í síðustu viku.

Á myndbandi á myndbandavefnum YouTube sést hvar lögreglumenn eru að ræða við manninn og er hann meðal annars beðinn um að leggjast í jörðina. Þegar hann hlýðir því ekki og gengur í burt gengur einn lögreglumannanna á eftir honum með úðann og þegar maðurinn hyggst beina tækinu frá sér sprautar lögreglumaðurinn á hann. Í kjölfarið ræðst maðurinn á lögregluþjóninn og virðist kýla hann. Síðar í myndbandinu sést einn lögreglumannanna, sem reyna að yfirbuga manninn, kýla hann.

Ekki náðist í yfirlögregluþjón á Ísafirði í morgun en greint var frá atvikinu í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Þar segir að maðurinn hafi ráðist á nokkra gesti fyrir utan félagsheimilið þar. „Maðurinn réðst á lögreglumann er reynt var að yfirbuga hann með varnarúða, og fékk lögreglumaðurinn hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að hann slasaðist nokkuð,“ segir í dagbókinni.

Sjónarvottur að atburðum sagði í samtali við Vísi að maðurinn hefði átt í átökum áður en lögreglu bar að garði en að honum hefði verið runninn vígamóðurinn. Hann hefði hins vegar sagt lögreglumönnunum að hann vildi ekki eiga samskipti við einn lögreglumanninn en ástæður þess eru óþekktar. Sá hinn sami beitti úðanum skömmu síðar.


Þessi frétt er inni á vísi og finnst mér þetta vera algjört bull. Nú fannst mér lögreglan einfaldlega ganga of langt maðurinn af pollrólegur og lögreglan meisar hann þegar hann reynar að ota meis brúsanum frá sér :S


Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum telur lögreglumenn ekki hafa beitt of miklu harðræði þegar maður var handtekinn fyrir utan félagsheimilið á Patreksfirði eftir sjómannadagsball þar í bæ í síðustu viku. Hann segir að það hefði verið ábyrgðarhluti að láta manninn ganga lausan þar sem hann hefði verið búinn að slasa tvo menn.

Myndband af handtöku mannsins hefur verið sett inn á myndavefinn YouTube. Þar sést hvar lögreglumaður beitir varnarúða eða meis gegn manninum eftir að hann neitar að verða við fyrirmælum um að leggjast í jörðina. Í kjölfar þess að hann fær úðann í augun ræðst hann á lögreglumanninn sem sprautaði og kýlir í andlit og fellir í jörðina. Árásarmaðurinn er svo yfirbugaður.

Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, segist hafa skoðað myndbandið, rætt við lögreglumennina og farið yfir skýrslu um atvikið. „Ég dreg þá ályktun út frá forleiknum að maðurinn margskirrist við að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hann var búinn að ráðast á tvo menn að ósekju og stjórnandi á vettvangi tekur þá ákvörðun að handtaka manninn. Hann er ekki að fara heim í friði,” segi Önundur og segir lögreglumenn hafa reynt að komast hjá því að meiða manninn. „Það hefði verið ábyrgðarhluti að ganga burt frá manninum eftir þessar árásir," segir hann enn fremur.

Fórnarlömb mannsins sem handtekinn var hafa þegar lagt fram kæru á hendur honum að sögn Önundar. Hann segir vitni segja að hinn handtekni hafi steinrotað annað fórnarlamba sinna og skallað hitt í andlitið.

Þessu til viðbótar á hann að líkindum yfi höfði sér ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni vegna árásar á lögregluþjóninn með úðann. Aðspurður segir Önundur að töluvert hafi séð á lögregluþjóninum, hann hafi bólgnað á nefi og víðar í andliti.


Nei nei.. Yfirlögruþjónn á vestfjörðum TELUR að þetta hafi ekki verið of harkaleg viðbrögð. Finnst eins og hann ætti að fá einn stykki meis brúsa í andlitið og gá hvort honum finnist það harkalegt. Þeir réttlæta og réttlæta alltaf lögregluna þangað til einn daginn fær einhver nóg og drepur einfaldlega löggu.

Mér finnst eins og lögreglan og allir þeir stjórnmálamenn sem styðja þetta ættu að troða hausnum útúr rassgatinu á sér og sjá hvað er virkilega á seiði.


peace out

skítkastarar stfu !