Ég HATA Tal. Við skiptum yfir úr Símanum í Tal fyrir meira en tveim vikum, þrátt fyrir hörð mómæli mín, og enn er ekkert Net komið inn. Mamma kom heim að utan í gær eftir að hafa verið viku í burtu og hringdi brjáluð í Tal og þeir eru ennþá með þá afsökun að það sé ‘bilun í rafstuðlinum’ eða eitthvað og að ‘það eigi að senda einhvern að laga það í fyrramálið’, og eru búnir að segja það þrisvar, en ekkert gerist. Þeir eru aldrei með sömu afsakaninar fyrir þessu og rugla bara í manni eru segja manni liggur við að fara í rassgat ef maður dirfist að minnast á að maður hafi heyrt þetta allt áður, etc.

Helvítis tussu kuntu kjaftæði.

Svo var mamma í þessari ferð sinni á meðan ég var heima að hringja endalaust í þetta Tal ógeð að reyna að redda þessu (þegar það var hún sem vildi skipta yfir í Tal og þar af leiðandi er þetta smá henni að kenna, svo að það hefði átt að vera hún sem eyðilagði á sér olnbogann við að hringja endalaust í þá og bíða í 40 mínútur eftir að þau svari), sinna erindum fyrir hana, elda fyrir bróður minn og þreif allt vel áður en hún kom heim…og það eina sem ég fékk var hálsmen sem kostaði, samkvæmt úrreikningum mínum, 130 krónur íslenskar og nöldur um hvað ég þreif illa.

-___-