Þannig er það að vinkona mín á 23 ára gamla systur semá eins árs gamlan son. Systir hennar er alltaf að biðja hana um að passa fyrir sig. Þannig að vinkona mín hefur eigilega engann frítíma sjálf. Núna seinustu nótt þá byrjaði hún að passa klukkan hálf tólf um kvöldið og var búin klukkan um 4, og systir hennar kom ekkert heim allann þann tíma. Ég veit að hún hefur þurft að passa oft og mörgum sinnum fyrir hana yfir nótt, og stundum þarf hún að byrja klukkan hálf tólf, á sunnudegi. Hún fær lítinn sem engann svefn á helgum og fær nær engann tíma til þess að læra heimanámið. Einu sinni kom systir hennar heim af djamminu klukkan sex um morguninn, blindfull. Vinkona mín var orðin dauðþreytt og fór heim. Daginn eftir skammaði systir hennar hana fyrir að skilja hana eina eftir heima blindfulla með barnið. Hún er orðin ótrúlega þreitt og pirruð á þessu. Þær eiga eina aðra systur sem er eldri en vinkona mín en sú sem á barnið dettur ekki í hug að biðja þá næstelstu um að passa nema að vinkona mín sé algerlega upptekin.
Í dag hins vegar þá hringdi pabbi hennar í hana og tók barnið, vinkona mín var ótrúlega þreytt, bara búin að sofa í einn tíma yfir nóttina og eigilega ekkert búin að borða. Mamma hennar segir ekkert.
þetta gengur ekki lengur og vinkona mín veit vel að hún þarf að fara að vera harðari á systur sína. Systir hennar þarf að skilja að þetta er hennar barn, ekki systur sinnar. Vinkona mín eyðir örugglega meiri tíma heima hjá systur sinni en heima hjá sjálfri sér.