Kominn tími til að létta á mér, smá brot úr degi.


Ég afgreiddi einhverja kerlu í krónunni um daginn, kostaði tæpar 5000 krónur, svo borgar hún með 5000 kalli, ég læt hana fá afganginn (sem var bara klink) og hún segir “bíddu, ég lét þig fá 5000 kall.”

Svo fær hún strimilinn og allt í lagi með það, gengur frá kassanum og fer að rýna í strimilinn.

Síðan fer hún á kassa hjá einhverjum krakka og spyr um verslunarstjórann. Þar sem hann er ekki að vinna er henni bent á mig og þá segist hún ekki vilja tala við mig því ég er fífl.

Þá ráfar hún um búðina í einhverja 5 mínútur í leit að einhverjum með “meira vit” en ég.

Síðan kemur hún aftur, segir að þetta geti ekki staðist og segir að ég hljóti að hafa gert einhverja villu, og segir mér að sækja reiknivél og reikna þetta allt uppá nýtt. Ég legg þetta allt saman og fæ sömu útkomu og er á strimlinum, þá segir hún að hún ætti náttúrulega að gera þetta sjálf því ég svindla.

Hún reiknar þetta allt saman og fær sömu útkomu og ég, fussar og sveiar, segir svo að hún ætli að koma aftur og að þetta sé ekki það síðasta sem við heyrum frá henni.

En málið er, hún keypti kjúklingabringur fyrir 1498, og síðan einhverja 15 vörur fyrir 200-300 krónur, verðir meikar alveg sense.