H0j

Eitt sem mér þykir alveg sérstaklega pirrandi er kvernig kassastarfsmenn gefa manni til baka. Þeir byrja á því að láta mann fá seðlana og/eða kvittun og hella svo klinkinu þar ofaná. Ég, haldandi á vörunni/vörunum með annari hendi, finn mér enga aðra leið til að ganga frá því en að troða því beint í vasan í einni klessu sem bögglar saman seðlana í eitthvað hraun með 7 krónum innan í. Ein leið væri augljóslega sú að stoppa, leggja frá sér vörurnar og koma því þægilega fyrir í veski en eins og við flest vitum fer fólk sem gerir slíkt yfirleitt í taugarnar á okkur með því að TEFJA RÖÐINA. Fólk heldur stundum að það sé í sínum eigin heimi og enginn í kringum það sem er að reyna að gera sitt. Þótt maður taki sér tíma í þetta þá er þetta samt rosalega langt frá því að vera auðvelt, að ganga frá peningnum þ.e.a.s. Heldur hart en þið hljótið að kannast við þetta. Ég er ekki að ætlast til þess að fólk flýti sér eitthvað sérstaklega mikið. Bara láta þetta ganga vel fyrir sig. Það er ekki erfitt.

“Segð þú þá hvernig á að gera” Nei! Þetta er ykkar vinna. Finnið útúr því. Ég nenni því ekki.

Eitt enn. Þegar maður klárar Solitaire kapal í windows. Maður smellir á rauða eXið uppi í hægra horninu til að loka glugganum en fæ þá glugga með surningu um hvort maður vilji spila annan. Ég svara nei og þá skilur helvítið mig eftir með grænan, tóman solitaire glugga. Maður lokar og segir ég vill ekki meira en glugginn LOKAST SAMT EKKI! Það þarf að loka honum 2x til að loka honum. Hvaða fáviska er þetta eiginlega! Fólk smellir ekki á rauða eXið í topphorninu í þeirri von um að geta spilað anna kapal. Og hvað á ég svo að gera með grænan, tóman solitaire glugga? Bara svona til öryggis ef mig langar til að spila fljótlega aftur og þarf heppilega ekki að opna solitaire aftur? Afar ólíklegt.