Verð á bensíni og Olíu hefur tvöfaldast á seinustu 5 árum.
Þetta hefur áhrif á alla. Frá unglingum sem eru nýkomnir með prófið til hinna fullorðnu sem eru að reyna að komast í vinnuna.
Þetta er allt of hátt og stjórnvöldin eru ekkert að gera í þessu. Og svo er ekkert hægt að selja bílinn því enginn kaupir. Nú er komið nóg!

Ég segi að við förum niður að Alþingi og mótmælum þessu. Ég hef heyrt mikið um mótmæli sem á að eiga sér stað 3 Apríl kl 16:00 og ég mæli með að þið mætið.

EKKI gerast þögla kynslóðin!
Ekki segja bara “mér er sama”
Við getum haft áhrif og við munum hafa áhrif!

Ef að háskóla nemendur gátu breytt gangi stríðs og hjálpað við málfrelsi í bandaríkjunum
(þá er ég að tala um Burkley háksólann og Víetnam stríðið)
Þá getum við stoppað þetta hækkandi verð á olíu og bensíni!
Þetta er bara mál um andann og að trúa á málstað sinn!
En auðvitað þá gengur ekkert með því að bara að mæta og vera þar í nokkra klukkutíma.
Þá munu bara stjórnvöldin setja það í pásu og hækka svo seinna. Alveg eins og þau eru að gera með frumvarpið um menntaskóla árin!
Þau ætluðu fyrir nokkru að stytta þau niður í 3 ár, en fólk fór og mótmælti, svo þau settu það í pásu, og eru einmitt núna að setja frumvarpið aftur í gang, hljóðlega og í engri umræðu, alveg framhjá okkur.

Við verðum að halda áfram og áfram!
HAFÐU ÁHRIF OG MÆTTU!
Of all the gin joints in all the towns in all the world.. She walks into mine