Lenti í því áðan á Selfossi að einhver annars ábyggilega ágæti kona leit ekki til vinstri þegar hún var að keyra af Olís planinu á Selfossi, og ekur inn á Hringveginn, þrátt fyrir að þar sé bíll í 30 metra fjarlægð á sömu akrein á 50-55 km hraða. Aðstæður voru þannig að það var mikil ísing á veginum, og ég mátti hafa mig allan við að reyna að bremsa niður til að lenda ekki aftan á henni, og á endanum átti ég þess einskis úrkostar þar sem hún gaf ekkert í, en að taka framúr henni 15 metrum frá hringtorgi. Tek það fram að ég er á góðum nagladekkjum með góðum bremsum.

Takk fyrir að nenna að lesa nöldrið, þetta fór í taugarnar á mér.