Sæl og blessuð öll sömul.

Ég hef verið að skoða blogg og svoleiðis, og einnig korka og greinar á Huga.

Ég hef tekið eftir því hvað mörg “skítköst” hafa verið skrifuð, s.s. FM spilar sömu tónlistina á klukkutíma fresti. Það er kannski eitthvað réett. En ekki nákvæmlega sama playlistann. Svo hafa líka verið skítköst yfir starfsmenn stöðvarinnar þá hef ég sérstaklega tekið eftir því að þau hafa verið um Heiðar Austmann, dagskrárgerðarmann. Þó þú sért ósammála honum og finnst hann kannski ekki fyndinn þá þarf kannski ekki að segja svona, eða ég veit ekki. Mér persónulega finnst allt frábært við þessa stöð, starfsmennirnir, tónlistin og bara allt!! Segðu mér þína skoðun á þessum kork. Eða hvað? Er ég bara að nöldra um einhverja tóma vitleysu?