ég er komin á það stig að ég ÞOLI EKKI jólin, né páskana :C.
þarsíðustu jól skildu foreldrar mínir
páskanir í fyrra var allt á afturendanum
jólin þetta ár voru fyrstu jólin án mömmu OG pabbi minn var kallaður í vinnu (þjónustu stjóri hjá IGS) og ég var þá ein með tveim eldri systkinum mínum og ungabarni.
núna þessa páska, heyrðu, páskafríið búið að vera æðislegt og ég var svona farin að trúa því að þetta myndi bara vera í góðu.
Neinei, vakna ég ekki klukkan þrjú í nótt, öll stokk bólgin í fésinu og hálsinum og hætt að geta andað.
Mamma keyrandi á hundrað með mig á slysó og ég var með ofnæmislyf í æð í 6 klukkutíma.
Oooog ég er enþá bólgin í andlitinu…töflunar sem áttu að laga það virka ekki fyrr en eftir 32 klukkutíma.
Ég fer heim til keflavíkur aftur núna á morgun eða eitthvað og ég ætlaði að fara að hitta vini mína hérna, en ég skokka fyrst esjuna áður en ég fer svona í framan út, ég lít út eins og feitur selur -_-


og plús það eru þessi lyf eitthvað ekkert of góð fyrir magan á mér og er ég í því að kúgast í hvert skipti þegar ég reyni að borða.


Gleðilega páska