mig langar aðeins að röfla um þetta og fá að vita hvernig fólki líður þegar það kemst í sona aðstöðu


Ég var að skrá mig í tölvu og (í skólanum þarf maður að skrá númer talvanna sem maður ætlar að nota) ég var ekki búinn að setjast við tölvuna þar sem ég ætlaði að ná í headphones og tékka hvort ég væri með bækur að láni hjá verðinum og eitthvað sona og heyrðu þá kom gamla skólasystir mín (þekkt fyrir að vera gelgja dauðans) og skráði sig í sömu tölvu og ég (hún horfði á mig skrá mig í tölvuna og kíkti ekkert hvort að ég hefði verið að skrá mig í sömu tölvu (það voru bara 2 tölvur lausar).

Hún var með vinkonu sinni sem var búinn að setjast við tölvuna og ég fór að henni og sagði að ég væri búinn að skrá sig í sömu tölvu og ég hún ansaði ekki.

Svo settist hún í stólinn og ég sagði henni það aftur og hún sagði við mig “geturu ekki bara farið í hina tölvuna? ” og sagði það einhvernveginn í þannig tón eins og hún væri að segja “ég var búinn að skrá mig í þessa tölvu á undan þér hvað ertu að röfla” ?

Mér fannst þetta frekar kjánalegt atvik og leið sona dáldið fáranlega.

Hvað finnst ykkur þegar þið lendið í sona aðstöðu?

Bætt við 28. febrúar 2008 - 13:17
Ég er ekki á leiðinni að fara berja hana,slá hana né cockslappa hana.
Að berja stelpur er bara fyrir aumingja.
Hættið að reyna að vera cool og segjið hvað ykkur virkilega finnst um þetta.