Hæhæ
Ég vona að þið getið hjálpað mér og ég biðst afsökunar ef þetta er á röngum stað, ég vissi ekki hvert annað ég gæti sett þetta.
Málið er að ég er mjög óánægð í vinnunni sem ég er í. (Ég er í fullu starfi). Ég byrjaði þarna í fyrrahaust og þetta var allt mjög spennandi fyrst, þetta starf hentar mér mjög vel. Þetta er semsagt í gestamóttöku á hóteli svo þið vitið af því. En um jólin tók við nýr yfirmaður, semsagt gestamóttökustjóri og hann er vægast sagt ekki að standa sig, alltaf að klúðra plús það að hann lætur okkur í gestamóttökunni oft um það sem hann á í raun að sjá um en bara nennir því ekki. Ég gæti haldið áfram um hvernig hann er en ég ætla að sleppa því að ónáða ykkur með því.
Og þetta er ekki bara hann heldur ýmislegt annað sem betur mætti fara hvað varðar þetta starf. Og þegar við tölum við stjórnendurna um þetta þá þykjast þeir hlusta á mann og segjast ætla að taka þetta til athugunar en svo er aldrei neitt gert í hlutunum! Þetta er ekki bara ég svo það sé á hreinu, hinar sem eru í móttökunni eru óánægðar og hafa ákveðið að hætta hérna. Þar að auki var ég að frétta að þjónarnir og sumir kokkarnir líka séu komnir með nóg. Það er bara eitthvað skipulagsvandamál varðandi starfsemina á þessu hóteli og stjórnendurnir eru alveg blindir fyrir því. Sem dæmi má nefna að það síðastliðin misseri þá hafa starfsfólk í gestamóttöku ekkert enst í þessu starfi og það má rekja það að miklu leyti til óánægju með starfsemina hérna.

En allavega… Mig langar rosalega að hætta hérna semsagt. En ég er smá að spá hvort að það sé rétt að gera það þar sem að ég er að fara í háskóla í haust og ég þarf að hætta um mánaðamótin júlí-ágúst. Ég veit ekki hvort að margir vilji ráða mig bara í nokkra mánuði. Kannski sumarafleysingar reyndar. Ég er bara ekki viss um hvort ég eigi að taka þessa áhættu þar sem að ég þarf að spara fyrir háskólanum, ég er líka að fara út í ágúst.
Ohh ég veit í rauninni ekki af hverju ég er að skrifa þetta, ég er næstum búin að ákveða mig, það er eins og mig vanti einhvern til að fullvissa mig um að þetta sé the right thing to do! Saaad :P Kannski er þetta bara smá útrás hjá mér.
Ég verð samt að fara að ákveða mig alveg þar sem að maður verður að segja upp um mánaðamót…

En þið megið alveg segja hvað ykkur finnst.

Með fyrirfram þökk
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég