Díses!! Í vinnunni áðan kom strákur inn í búðina og ég vissi ekki betur en hann væri bara að kaupa eitthvað, kom með kexpakka og einhvern drykk að kassanum og ég afgreiddi hann bara en neinei, pípti ekki bara á hann þegar hann fór út úr búðinni. Stelpan sem var að vinna með mér kallaði á eftir honum og ég sá hann snúa sér við og henda einhverju í snjóskaflinn við dyrnar. Ég auðvitað labbaði framhjá honum og út og tók þá upp dvd-mynd sem hann var að reyna að stela og hefur greinilega ekki tekið eftir merkinu aftan á myndinni. Og það versta við þetta er að þetta var strákur sem var að verða 18 ára á þessu ári!!
Hvenær ætlar fólk eiginlega að læra..?? Finnst svona hegðun svo ómerkileg. Svo sagðist hann bara alveg geta borgað þetta ef við endilega vildum… en auðvitað sögðum við nei og hringdum á lögguna.. Skil ekki svona!!! Svo varð hann bara pirraður yfir því að við vildum ekki leyfa honum bara að borga fyrir myndina. En því miður, aðeins of seint fyrir það núna kallinn!!